Algengar spurningar

Fáðu svör við nokkrum af algengustu spurningunum hér að neðan. Ef þú finnur ekki svar við spurningu þinni er þér ávalt meira en velkomið að hafa samband við okkur.

Skráning

Hvernig get ég orðið meðlimur?

Til að gerast meðlimur er allt sem þú þarft að gera að fylla út skráningareyðublað okkar.

Skráðu þig núna

Þú þarft aðeins að svara nokkrum smáatriðum varðandi persónulegar upplýsingar þínar, þar með talið tölvupóstfang þitt. Eftir að þú hefur fyllt út skráningareyðublaðið munt þú fá sendan tölvupóst til að staðfesta rétt tölvupóstfang.

Þegar það hefur verið staðfest munt þú sjálfkrafa byrja að fá send boð um að taka þátt í könnunum. Þér verður verðlaunað fyrir hverja könnun sem þú svarar.

Við munum aldrei deila né afhjúpa persónulegar upplýsingar þínar. Þú getur lesið meira um persónuverndarstefnu okkar.

Hvað um persónuupplýsingar mínar?

Survee og CINT munu aldrei afhenda óviðkomandi aðilum persónulegar upplýsingar þínar. Þær kannanir sem þú svarar munu aldrei innihalda neinar persónulegar upplýsingar um þig. Fyrir utan þær upplýsingar sem þú lætur af hendi í könnuninni sjálfri munu rannsóknarfyrirtæki aðeins fá upplýsingar um aldur þinn, kyn og póstnúmer.

Lestu meira um persónuverndarstefnu okkar.

Er það ókeypis?

Já! Þú verður aldrei beðin/nn um nokkurskonar greiðslu. Þess í stað ert það þú sem færð greitt fyrir að svara könnunum okkar.

Hvernig virkar þetta?

Hversu margar kannanir fæ ég?

Fjöldi kannana mun fara eftir því hversu margar kannanir munu eiga við þinn markhóp. Flestir notendur okkar fá á milli 5 og 15 kannanir á mánuði.

Til að auka fjölda kannana getur þú uppfært upplýsingar á síðunni þinni og svarað þeim aukalegu spurningum sem eru í boði. Því fleiri spurningum sem þú svarar, því meira munt þú auka möguleikann á því að verða valin/nn til að svara könnunum í boði.

Hversu mikið get ég þénað?

Tekjur þínar byggjast á fjölda kannana sem þú lýkur við. Þú munt fá greitt inn á Survee reikning þinn fyrir hverja könnun sem þú lýkur við að svara.

Greiðsla fyrir hverja könnun veltur á lengd könnunarinnar. Venjulega munt þú fá greitt á milli 0.20 EUR og 1.80 EUR fyrir hverja könnun.

Það eru engin takmörk á fjölda kannana sem þú getur svarað en venjulega gætir þú búist við á milli 5 og 15 könnunum á mánuði.

Minn aðgangur

Hvernig byrja ég?

Eftir að þú hefur skráð þig og virkjað aðgang þinn getur þú skráð þig inn á svæði meðlima.

Í fyrsta skipti sem þú skráir þig inn munt þú verða beðin/nn um að svara nokkrum aukalegum spurningum um sjálfa/n þig. Við notum þessar spurningar til að senda þér kannanir sem eru líklegar til að eiga vel við þig.

Á svæði meðlima getur þú einnig séð og tekið þátt í könnunum sem þér hefur verið boðið að taka þátt í en hefur ekki enn svarað.

Að lokum, um leið og tekjur þínar hafa náð lágmarks upphæð getur þú beðið um að fá útborgað.

Hvernig breyti ég lykilorði mínu?

Þú getur breytt lykilorði þínu í gegnum Mín Síða. Veldu "Uppfæra mína síðu" til þess að slá inn nýtt lykilorð.

Ef þú hefur gleymt lykilorði þínu getur þú beðið um nýtt lykilorð á skráningarsíðunni.

Hvernig get ég breytt netfangi mínu?

Þú getur breytt netfangi þínu á Mín Síða. Veldu "Uppfæra mína síðu" til þess að slá inn nýtt netfang.

Hvernig get ég eytt aðgangi mínum?

Þú getur eytt aðgangi þínum hvenær sem er í gegnum Mín Síða. Smelltu á "Uppfæra mína síðu" og síðan "loka aðgangi".